Vegna þess ástands sem í er í þjóðfélaginu í dag vegna Corona vírusins verður opnunar tími Batta í Sundaborginni mjög óreglulegur. En síminn og tölvupósturinn verða að sjálfsögðu opin og við tökum við pöntunum og fyrirspurnum. 

Nú er svo komið að bæst hefur verulega í vöruúrvalið hjá Batta og ekki lengur pláss á Bergstaðastrætinu til að hýsa herlegheitin. Batti fann sér því nýjann stað í Sundarborg 5 þar sem mun betra aðgengi er að allri vöru og þjónust en áður var. Viðskiptavinir eru hvattir til að koma í heimsókn og skoða vöruúrvalið.  Með vorinu er von á enn meira úrvali og má þar nefna AGlaze hreinsiefni og bón fyrir plastbáta og tekkdekk. Hlökkum til að sjá ykkur með vorinu. 

VSR brokeyÞó starfsemi siglingafélaga liggi í dvala á þessum árstíma þá er alltaf tími til að undirbúa starfsemi komandi misseris.  Nú í janúar afhenti Batti siglingafélaginu Brokey nýjan þjálfarabát af gerðinni VSR 5.8. Verður þetta annar bátur félagsins af þeirri gerð.  En eldri báturinn var keyptur fyrir tveimur árum.  Bátar af gerðinni VSR eru sérhannaðir sem þjálfara og öryggisbátar fyrir siglingar og eru afar vinsælir sem slíkir um heim allan.  Fyrri bátur Brokeyjar hefur reynst afar vel og því var ákveðið að kaupa annan sömu gerðar.