Nú er svo komið að bæst hefur verulega í vöruúrvalið hjá Batta og ekki lengur pláss á Bergstaðastrætinu til að hýsa herlegheitin. Batti fann sér því nýjann stað í Sundarborg 5 þar sem mun betra aðgengi er að allri vöru og þjónust en áður var. Viðskiptavinir eru hvattir til að koma í heimsókn og skoða vöruúrvalið.  Með vorinu er von á enn meira úrvali og má þar nefna AGlaze hreinsiefni og bón fyrir plastbáta og tekkdekk. Hlökkum til að sjá ykkur með vorinu.