Kingfisher siglingreipi eru þekkt af gæðum og áreiðanleika. Fyrirtækið var stofna árið 1982 og innan nokkurra ára var það komið í fremstu röð framleiðenda á hverskyns tóg fyrir siglingar. Hjá Batta erum við með gott úrval af landfestum, upphölum og skautum. Það er mikilvægt að nota réttu gerðina af reipi miðað við hlutverk. Upphöl og skaut eru gerð til að teygjast ekki þannig að segl haldi lögunn sinni á siglingu. Skaut verða að auki að hafa þann eiginleika að vera sveigjanleg til að fara oft um blakkir og spil, meðan upphöl þurfa að halda lögun sinni undir varanlegu átaki og því er efni eins og dynema tilvalið. Landfestar hins vegar eiga að gefa eilítið eftir, fjarða, til að draga úr álagi á bátinn við bryggju. Af þessum sökum er ekki mælt með að nota gömul upphöl eða skaut sem landfestar og svo er auðvitað spurningin hvort þú treystir böndum til að halda bátnum sem þú treystir ekki til að halda seglunum.

Braid on Braid

Braid on Braid er hið almenna siglingareipi. LIggur vel í hendi og teygist lítið. Gott í skaut, upphöl og stjórnlínur. 

Landfestar

Landfestar með polyestr kápu sem þolir vel núning, kjarninn er fléttað nylon. Þægileg lína sem liggur vel í hendi.

Racing Dyneema®

12 þátta Dyneema® kjarni með fléttaðri polyesterkápu.  Afar sterk tóg og létt sem auðvelt er að splæsa. Frábært í upphöl og runnera.

Teygjur

Teygja (shockcord) Gúmmíteygjur með fléttaðri slitsterkri polyesterkápu. Teygist 100%  tilvalið í hverskyns tryggingar.

 

Evo Performance

Evo Performance er með polyesterkjarna og 16 þátta fléttaða kápu og teygist afarlítið. Frábær fyrir stjórnlínur skaut og upphöl á kænum og smærri seglbátum.

Evo race78

12 þátta Dyneema með slitsterkri polyester kápu teygist nær ekki er og breytist lítið við hitabreytingar. Auðvelt að splæsa og tilvalin í upphöl skaut og stjórnlínur.

EVO Skaut

Evo Sheet er með fléttaða HT polyesterkápu en kjarninn er fléttaður fjölþátta polypropylene. Fyrir vikið er skautið létt slitsterkt og afar sveigjanlegt.

Seglgarn

Fléttað seglgarn til að gera fyrir enda á tóg og koma þannig í veg fyrir að hún trosni.