-
08
Jan 2020
Brokey fær nýjan þjálfarabát.
Þó starfsemi siglingafélaga liggi í dvala á þessum árstíma þá er alltaf tími til að undirbúa starfsemi komandi misseris. Nú í janúar afhenti Batti siglingafélaginu Brokey nýjan þjálfarabát af gerðinni VSR 5.8. Verður þetta annar bátur félagsins af þeirri gerð. En eldri báturinn var keyptur fyrir tveimur árum. Bátar af gerðinni VSR eru sérhannaðir sem þjálfara og öryggisbátar fyrir siglingar og eru afar vinsælir sem slíkir um heim allan. Fyrri bátur Brokeyjar hefur reynst afar vel og því var ákveðið að kaupa annan sömu gerðar.