North Sails
North Sails er einn virtasti seglaframleiðandi í heimi. Það er óhætt að segja að þegar kemur að því að velja segl þá er North Sails yfirleitt fyrsta stop. Þegar kemur að nýjungum og þróun segla þá hefur North Sails verið í fararbroddi í árartugi. Bátaframleiðendur og keppnislið leita yfirleitt til North Sails sökum þeirrar yfirburðarþekkingar á seglahönnun sem er hjá fyrirtækinu. Allt frá Volvo Ocean race niður í Optimist þá hafa bátar með segl frá North Sails raðað sér á verðlaunapallana.
Keppnisreynsla North hefur ekki aðeins skilað mörgum á verðlaunapall heldur hefur fyrirtækið notað þekkingu sína til að búa til afar vönduð Cruising segl þar sem dúkurinn er unninn eftir fyrirskrift North Sails með endingu og gæði í huga.
3Di er toppurinn í nútima seglagerð. Engir saumar heldur eru þræðirnir lagðir á mót eftir því hvar reynir mest á Þannig verður til eintaklega sterkt og létt segl. Hægt er að velja mismunandi gerðir þráða allt frá Kevlar til Dacron eftir því sem hentar þínum siglingum.
NPL seglin frá North eru úr lamineruðum segldúk. NPL dúkurinn er léttar en hefðbundinn Dacron segldúkur auk þess sem hann heldur lögun sinni betur. Lamineruð segl henta vel í keppnir enda létt og vel mótuð.
NPC seglin frá North eru hágæða Dacron segl. North hefur framleitt Dacron segl síðan um 1950 og þróað vefnað og efnismeðferð alla tíð. Í dag stjórnar Norht Sails öllum þáttum framleiðslunar á Dacron seglum.