Um Batta
Batti ehf hóf starfsemi sýna árið 2018 með það að markmiði að flytja inn og selja siglingavörur fyrir seglskútur og skemmtibáta. Slík þjónusta var ekki til staðar í landinu þá og þótti því ærið tilefni til. Að hluta þá er hefur það gert siglingum erfitt um vik hér á landi hversu erfitt aðgegni er að siglingavörum og búnaði. Það er von okkar að með því að styðja við bakið á siglingafólki með vörur og búnað þá geti siglingum og Batta vaxið fiskur um hrygg.
Það er fátt sem viðkemur skútusiglingum sem við getum ekki útvegað hjá Batta ef við eigum það ekki til þá vitum hvar það er að finna. Stofnandi Batta er Úlfur H. Hróbjartsson sem hefur stundað siglingar frá barnæsku og er enn forfallinn áhugamaður um siglingar.